Skilmálar vefverslunar
Almennt
JP Flugmodel.is áskilur sér rétt til að hafna pöntunum, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað.
Afhending vöru og Áhættuskipti.
JP Flugmodel.is dreifir vörum til viðskiptavina sinna á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptavinur sem pantar vöru til sendingar utan höfuðborgarsvæðisins óskar þar með eftir flutningi vörunnar á viðkomandi stað. Komi ekki fram ósk um annað verður vara send með Póstinum. Sendingarkostnaður er reiknaður út frá gjaldskrá Póstsins eða annars tilgreinds flutningsaðila, með tilliti til áfangastaðar og fjölda vara, stærð þeirra og þyngdar. Reynt er eftir fremsta megni að afgreiða allar pantanir næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar viðkomandi flutningsaðila um afhendingu vöru.
Vara afhent á höfuðborgarsvæðinu telst afhent þegar viðskiptavinur hefur veitt henni viðtöku og tekur viðskiptavinur þá við áhættu af söluhlut. Hafi hlut ekki verið veitt viðtaka á réttum tíma færist áhættan einnig í því tilviki yfir til viðskiptavinar.
Að öðru leyti telst vara afhent þegar viðskiptavini er kunnugt um að hann geti vitjað hennar hjá flutningsaðila. Áhættan af því að vara skemmist flyst yfir til neytanda þegar hún hefur verið afhent kaupanda.
Uppgefinn afhendingartími skal standa nema ef varan er ekki til á lager vegna villu í hugbúnaði eða rangrar birgðastöðu þá mun varan verða afhent við fyrsta tækifæri þó eigi síðar en innan 3ja virkra daga sé þess frekast kostur.
Sendingarkostnaður fyrir smásendigar er kr. 1.200 og afhendingartími er 3-7 virkir dagar. Á álagstímum og stórhátíðum getur þessi afhendingartími lengst, við reynum ávalt að standa við 3 virka daga í afhendingu en það getur lengst ef álag er mikið.
Skilafrestur
Kaupandi vöru í fjarsölu hefur 14 daga frá afhendingu til að hætta við kaupin með tilkynningu til seljanda. Neytandi ber ábyrgð á allri verðrýrnun sem á vörunni annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika vöru, einkenni og virkni. Neytendi hefur þó ekki rétt til að falla frá samningi ef við eiga skilyrði 18. gr. laga nr. 16/2016.
Réttur til að falla frá kaupum.
Viðskiptavinur sem kaupir vöru á netinu getur fallið frá kaupnum innan 14 daga. Ákveði viðskiptavinur að falla frá samningi ber honum að tilkynna JP Flugmodel.is um það í síma 895 7380 eða á netfangið jvp@simnet.is, eða senda seljanda yfirlýsingu með öðrum skriflegum hætti. Viðskiptavinur ber allan kostnað við að skila vöru, þar á meðal póstsendingarkostnað ef um það er að ræða.
Gölluð vara
Sé vara gölluð á viðskiptavinur rétt á úrbótum eða afhendingu nýs söluhlutar. Sé vara gölluð greiðir JP Flugmodel.is allan kostnað sem gæti fallið til við sendingu vörunnar. Viðskiptavinur getur einnig átt rétt á afslætti eða riftun. Ábyrgðartími vegna galla er almennt tvö ár og verður viðskiptavinur að leggja fram kvörtun innan þessara tímamarka.
Netverð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun í ákveðin tíma.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti og reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er reiknaður útfrá gjaldskrá Póstins með tilliti til áfangastaðar og fjölda vara, stærð þeirra og þyngd. Gjaldskrá Póstsins má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu í reikningsviðskiptum greiða fast verð 2.500 kr. fyrir sendingar, en ef pantað er fyrir meira en 25.000 kr. fellur sendingarkostnaður niður.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr kerfi JP Flugmodel.is kunna að nota upplýsingar, t.d. búsetu og aldur til að útbúa viðeigandi skilaboð til einstakra meðlima klúbbsins. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir klúbbsins geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
Ágreiningur:
Komi upp ágreiningur milli seljanda og viðskiptavinar getur viðskiptavinur leitað til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Nefndin starfar á grundvelli laga nr. 81/2019 og er sjálfstæð og óháð opinber úrskurðarnefnd sem úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda um flestar gerðir samninga um kaup á vöru og þjónustu (kvth.is).
Varnarþing
Um samning þennan gilda íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 46/0000, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, sem og ákvæði laga um neytendasamninga, nr. 16/2016.
Afhendingarskilmálar
Afhendingar tími vöru
Afhending miðast við útgáfudag reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu við hverju má búast miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innanlands með viðurkenndum flutningsaðilum, einnig er hægt að sækja vöru til okkar að Satarngi 60, 112-Rvk. En þá þarf að hafa símasamband við okkur áður en varan er sótt í síma 895 7380.
Ef afhendingu vöru seinkar af völdum seljanda mun það verða tilkynnt kaupanda í tölvupósti eða með símtali ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar.
Afhending úr vefverslun JP Flugmodel.is
JP Flugmodel.is kemur þeim pöntunum á pósthús daglega sem borist hafa fyrir kl 12.00 á hádegi frá mánudegi – föstudags og varan mun berast kaupanda á næsta pósthús eða í heimkeyrslu með póstinum (þar sem það er í boði). Varan ætti að vera komin á næsta pósthús eftir 1-3 daga eftir landssvæðum og þjónustustigi Póstsins á svæði kaupanda.
Á álgstímum og stórhátíðum getur þessi afhendingartími lengst, við reynum ávalt að standa við 3 virka daga í afhendingu en það getur lengst ef álag er mikið.
Ef það hentar einhverra hluta vegna ekki skal kaupandi greiða kostnaðinn innanbæjar við það að koma vörunni á annan flutningsaðila t.d. leigubíl, sendibíl, flug, flutningabíl, skip o.s.frv. ef kaupandi vill nýta sér aðra flutningsaðila en Póstinn.
Skemmd vara
Allar skemmdir á vörum sem verða hjá flutningsaðila eru alfarið á hans ábyrgð og skal að fullu bætt viðskiptavininum samkvæmt skilmálum flutningsaðilans. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda.
Vöruafhending Penninn Eymundsson
Afhending vöru er með Póstinum og samkvæmt þeirra gjaldskrá.
Greiðslur
Greiðsluleiðir eru kortafærslur frá öllum helstu greiðslukorta útgefendum, Varan er ekki send af stað fyrr en gengið hefur verið frá fullnaðargreiðslu til JP Flugmodel.is